Hinn ótrúlegi vandi netverslunar

Netverslun er stórkostlegt fyrirbæri, sitja við tölvuna og velja vöru af mynd eða eftir lýsingu og síðan bara bíða. Eftirvæntingin og tilhlökkunin er mikil en bíðum við, hvenær kemur sendingin, hún kemst ekki í gegnum póstlúguna, það verður einhver að vera heima. En ég veit ekki hvenær þeir koma. Svo skrepp ég út á leikskóla til að ná í dóttur mína og flýti mér heim og viti menn. Lítill miði á gólfinu sem á stendur, "við komum við en það var enginn heima. Hringdu í þetta númer og við reynum að finna sameiginlegan tíma einhverntíma í nánustu framtíð." Þarna er sannleikurinn um netverslun, a.m.k. hvað mig varðar. Reyndar á þetta ekki við um þróaða netverslun þar sem keyptar eru inn matvörur en þar má bóka afhendingartíma, tveggja klukkustunda bil, og vera þá heima. Flestir aðrir aðilar bjóða ekki upp á þessa þjónustu og ef pantaðir eru stórir hlutir sem ekki komast í gegnum póstlúgu, þá er þetta bara happa glappa! Og síðan er undir hælinn lagt hvenær sendingin kemur næst. 

Á meðan netverslun er ekki meiri en raun ber vitni þá hafa netverslanir ekki getu til að bjóða svona afhendingartíma, nema með mikilli skekkju, 2-4 dagar.  Netverslun gerir nefnilega gríðarlegar kröfur á vörusalann. Hann er að þjónusta tímaknappan og kröfuharðan viðskiptavin, sem vill fá sitt strax, heim en eftirspurnin er afar mismunandi, fjarlægð frá viðskiptavini oft mikil og afhendingarkerfið því ekki fært um að vera eins skilvirkt og viðskiptavinurinn vill. 

En þar sem netverslun á bara eftir að stóraukast þá mun þetta batna mikið á næstunni og svo má alltaf fá sér stærri póstlúgu Glottandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband