Lífrænt er inn

Organic-food

Það virðist vera talsverð sveifla í þágu lífrænt vottaðrar (e: organic) landbúnaðarframleiðslu hér í Bretlandi. Samkvæmt fréttum eru stórmarkaðirnir, sem ráða nánast því sem þeir vilja, farnir að auka vöruval af lífrænt vottuðum vörum og vilja jafnframt leitast við að lækka verðið. Lífrænt ræktaðar vörur eru oft 20-50% dýrari. Stórfyrirtækin eru með þessu að reyna að bæta sína ímynd, sem er ekki uppá það besta, bæði m.t.t. fákeppni á markaði og m.t.t. slakra gæða þeirrar vöru sem þeir bjóða. Nýja ímyndin er "verndarar jarðarinnar" Sainsburys eru til dæmis að gera tilraunir með moltuvæna poka utanum lífrænt ræktað grænmeti og ávexti, þ.e. poka sem má setja beint í safnhauginn. Af hverju ekki utanum alla vöru? Forstjóri Wal-Mart, sem er móðurfyrirtæki ASDA hér í Bretlandi, fékk áheyrn hjá Karli prinsi af Wales og leitaði hjá honum ráða um hvernig mætti bæta ímynd fyrirtækisins.

Lífrænt vottaður landbúnaður þykir einnig í tísku og bændur í þeim geira eru að meðaltali sjö árum yngri en í hefðbundnum landbúnaði. Auk þess býr lífræni landbúnaðurinn til mun fleiri störf í landbúnaði, bæði við úrvinnslu og markaðssetningu eða 32% fleiri en hefðbundinn landbúnaður skv. skýrslu bresku jarðvegsverndarsamtakanna.

Við kaupum orðið megnið af okkar ávöxtum og grænmeti lífrænt vottað, kaupum bara aðeins minna. Mér líður mun betur að gefa börnunum mínum mat sem ekki hefur verið úðaður æ ofan í æ með skordýraeitri og illgresiseyði. Auk þess er ég ekki frá því að a.m.k. þetta bragðist bara betur. Svo er hætt að kaupa nema smjör sem viðbit.

Varðandi veður þá er fimm daga spáin bara rigning og kólnandi, ýmist léttar skúrir eða miklar skúrir. Þó er nú þurrt inn á milli. Vonandi styttir upp um helgina en þá ætlum við í ferð í bókabæinn á landamærunum, Hay on Wye (w: Y Gelli). Þar munu vera ótrúlega margar bókabúðir, með nýjar og notaðar bækur. 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband