Skeggjaðir menn og tréklossar undir þrýstingi

Hin lífræna vakning hófst sem hugsjón skeggjaðra manna sem gengu um í tréklossum. Nú er Wal Mart risakeðjan í Bandaríkjunum komin í spilið. Þar snýst þetta ekki um skegg eða klossa, heldur ímynd og peninga. Gott eða vont? Það á eftir að koma í ljós. En hræðslan er einkum við að Wal Mart, sem er ekki þekkt fyrir vönduð meðul, leiti til landa þar sem eftirlit með framleiðsluháttum er ekki eins strangt og víðast hvar á vesturlöndum, t.d. Kína. Hvað gæti gerst þá? Ímynd hins lífrænt vottaða gæti beðið mikinn hnekki og misst allan trúverðugleika. Vottunarmerkin yrðu eins og hvert annað skrum eða auglýsing sem hefði lítið gildi. Aðrir hafa hins vegar bent á að þetta er gott. Þarna fáum við meira úrval af hollari vöru á lægra verði. Fleiri geta keypt hana og þannig eykur þetta hróður framleiðslunnar og bætir e.t.v. heilsufar hins sjúkdómsvædda vestræna heims og jarðarinnar.

Hvað er svona gott við lífrænt vottaða vöru? Í sjálfu sér ekkert sérstakt, nema að það má ekki nota skordýraeitur, illgresiseyða eða tilbúinn áburð við framleiðsluna. Það má heldur ekki nota tilbúin rotvarnarefni, litarefni eða bragðefni í lífrænt vottaðar vörur. Svo, dæmi hver fyrir sig. 

Nú reynir því á hið lífræna kerfi sem aldrei fyrr, stenst það þrýstinginn og verður sterkara en áður eða brotnar það í mola þannig að það þurfi að byggja það aftur frá grunni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband