Eftir hverju er beðið?

Grein í New York Times minnti mig á að hin mikla losun gróðurhúsalofttegunda okkar mannanna er fyrst og fremst pólistískt en síðan hagfræðilegt vandamál. Tæknilega er allt mögulegt. Það vantar hvatann frá stjórnvöldum í heiminum, ekki endilega frá öllum í einu, heldur verður einhver að stíga fyrsta skrefið, búa til hvata til að finna aðrar leiðir við orkuöflun. Það er eins og allir renni saman áfram í hlutlausum, með hvoruga hendi á stýri og alls ekki spennt öryggisbelti. Ég er ekki að segja að loftslagssáttmálinn sé ónýtur en sá pakki fer ansi hægt af stað. Kannski það verði BNA sem ríði á vaðið með hagrænar leiðir í þessari vandasömu klemmu sem við höfum komið okkur í.Hissa

Við höfum fordæmin, baráttu gegn súru regni og losun brennisteins- og köfnunarefnisoxíða (smog). Þar var beitt annars vegar lagalegum takmörkunum og hins vegar hagrænum hvötum. Lausnirnar létu ekki á sér standa, án þess að t.d. breytingar á bílum yrðu óheyrilega dýrar eins og spáð var vegna "smog". En það getur enginn grætt á loftslagsmálunum og á meðan verður engin hreyfing í rétta átt. Auðvitað er öll miðstýring varasöm en nú þarf að láta hendur standa fram úr ermum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband