Heilsusamleg netinnkaup

Riverford

Í dag fengum við okkar fyrstu sendingu frá Riverford, nýupptekið lífrænt ræktað grænmeti og ávexti. Þetta eru sniðugir bændur í Englandi sem hafa komið á heimsendingarþjónustu. Þeir bjóða alltaf það sem er á "season" á hverjum tíma, ýmislegt óvenjulegt, en hafa líka komið sér upp samböndum erlendis til að flytja inn lífrænar vörur "off season". Í dag fengum við kirsuber, spínat, mangó, epli, banana, gulrætur og "butternut squash", sem ég veit ekki alveg hvað er en er skylt kúrbít og graskeri. Hlakka til að skera það í sundur. 

Ég gerði óvísindalega samanburðarkönnun á verði hjá þeim bændum og síðan hjá ASDA. Mín niðurstaða var sú að þetta væri á fyllilega sambærilegu verði hingað komið og miklu ferskara, innan við 48 klst gamalt en yfirleitt vikugamalt eða meira í stórmarkaðnum. Skemmtilegt. Svo á maður von á allskyns grænmeti í sumar.

Þetta kemur í snyrtilegum kassa, sem er reynt að nýta a.m.k. 10 sinnum áður en hann fer í endurvinnslu. 

Annars erum við að verða pínu þreytt á þessu veðri, ansi mikil rigning og þræsingur. Ekkert miðað við vetrarríkið á Íslandi en það munar nú nokkrum breiddargráðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband