28.5.2006 | 12:56
Bókabúðir og rigning í Hay on Wye
Við fórum til Hay on Wye í gær. Ansi hreint skemmtilegur lítill bær við landamærin. Falleg leið að keyra þangað, í gegnum Brecon Beacon þjóðgarðinn. Þar stendur nú yfir bókmenntahátíð mikil sem er árleg, s.k. hayfestival, en bærinn Hay on Wye er einmitt helst þekktur vegna bóka og þess óhemju fjölda bókabúða sem er í bænum. Í albúminu eru nokkrar myndir af bókabúðum, en aðeins örlítið brot af því úrvali sem þarna er. Það var reynar rigning á okkur en bærinn er mjög sjarmerandi, þröngar götur, hlaðnir veggir og gömul hús. Mæli ekki með að þar sé verið mikið á ferðinni með barnavagn, heldur burðarpoka.
Nú er að mestu stytt upp hér í Wales, við tekur vika sem hefst á frídegi, bank holiday, sem ég veit ekki ástæðuna fyrir, kannski uppstigningardagur á mánudegi. Og svo taka við frídagar í grunnskólum landsins s.k. half term week. Þetta er örugglega martröð vinnuveitandans, ef fjöldi foreldra þarf að taka sér frí frá vinnu. Reyndar er boðið upp á dagvistun fyrir krakkana en það er rándýrt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:58 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.