Legoland og vetrarfrí

Legoland, Windsor

Ég er ekki mikið fyrir skemmtigarða með tilheyrandi peningaplokki, hávaða og troðningi. Auðvitað getur verið gaman að prófa hin og þessi leiktæki en umgjörðin er oft svo yfirþyrmandi. Börnin verða hálf- eða algeggjuð og eru viku að ná sér eftir spennufallið. Við fórum í Legoland, sem er stutt frá Heathrow í Englandi og einnig nálægt Windsor. "Kubbaskemmtigarður" hugsaði ég. Og það var rétt, allsstaðar kubbar. En það var eitthvað öðruvísi, eitthvað meira afslappaðri stemmning en t.d. í Blackpool, þar sem er ærandi hávaði og óþolandi tónlist. Fullt af leiktækjum á gríðarlega stóru, vel grónu svæði, svo vel grónu að maður sá ekki stóran kastala fyrr en komið var að honum. Þannig var sífellt verið að uppgötva nýjungar. Svo borgar maður fyrir aðgang að garðinum en þarf síðan bara að standa í röð án þess að greiða, kaupa sérstaka peninga eða slíkt. Get semsé mælt með þessu ef einhver hefur ekki prófað.

En nú er þessi frívika nánast á enda runnin og spáin frábær, 20 stiga hiti og sól næstu daga.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband