5.6.2006 | 08:25
Hjólreiðar og Cardiff
Loksins er ég kominn á hjól með öllu tilheyrandi. Við erum að tala um reiðhjól með barnastól aftaná og hjálma fyrir mig og Birnu. Við hjóluðum saman í leikskólann í morgun. Þetta þýðir að ég er aftur farinn að taka á á morgnana eftir langt hlaupahlé. Allt gekk þetta vel en hér í Cardiff er hjólreiðafólki ekki gert hátt undir höfði, lítið um stíga, nema meðfram ánni Taff. Þar er 55 mílu langur stígur langt inn í land. Það er ekki hægt að kvarta yfir tillitssemi, því bílstjórar virðast nokkuð meðvitaðir. En nú skal hjólað og hjólað, spara strætópening. Talsvert erfitt að hjóla heim, því það er allt á fótinn.
En ef einhver á Íslandi vill vita þá er hér blíða upp á hvern dag, sól og um og yfir 20 stiga hiti. Ég geng um í hlýrabol sem aldrei fyrr og fer varla í sokka.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.