5.6.2006 | 10:34
Er nýmjólk ruslfæði, lífrænt vottaður þorskur og hvernig kemst ég hjá því að borða illgresiseitur?
Get ekki orða bundist þegar ég sá þessa frétt á The Times. Í tengslum við endurbætur á því fóðri sem framreitt er í skólamötuneytum og beint er gegn ýmsu ruslfæði s.s. djúpsteiktum og tilbúnum mat, þá á einnig að banna nýmjólk, þ.e. mjólk sem ekki hefur verið fituskert og er með 3-3,5% fitu. Þessi breyting er samþykkt af hinu breska Manneldisráði en á vafalítið eftir að vekja mjög hörð viðbrögð.
Annars kaupa bretar nú meira af ferskum ávöxtum og grænmeti en áður og neysla á heilkorna brauðum hefur aukist (Daily Mail).
Svona fyrir íslenska fiskeldismenn þá er Tesco með lífrænt vottaðan eldisþorsk í fiskborðinu. Þetta er að einhverju leyti hálfsannleikur hjá Tesco því ekki hefur verið gengið alveg frá reglum um vottun á eldisþorski og ekki má nota stýrða lýsingu til að koma í veg fyrir kynþroska hjá fiskinum.
Í aprílhefti Health and Fitness er vitnað í könnun bresku Jarðvegsverndarsamtakanna (Soil Association) á illgresiseyðum í grænmeti. Þar kom í ljós að 50% sýnanna voru með leifar allt að 5 mismunandi efna og af þeim voru 13% með leifar yfir leyfilegum mörkum.
"The effect of these chemicals on our health hasn't been adequately tested. We don't need pesticides to produce fruit and vegetables and most people don't want them in their food." (Mike Green, Soil Association).
Borðum lífrænt!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Dægurmál, Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.