6.6.2006 | 10:48
Saga kókoshnetuolíunnar
Af því að ég er svo hugfanginn af olíu og fitu, þá er ekki úr vegi að segja frá því að nú eru margir sérfræðingar á því að kókoshnetuolía sé ekki aðeins besta olían til að elda úr af mörgum vondum kostum, heldur sé hún jafnvel holl líka. En saga kókoshnetuolíunnar hefur ekki verið neinn dans á rósum. Fyrir síðari heimsstyrjöldina var kókosnhnetuolía notuð talsvert við matargerð en vegna hernáms Japana á Filippseyjum og fleiri eyjum í Suður Kyrrahafi, þá minnkaði framboðið á þessari olíu í hinum vestræna heimi, einkum Bandaríkjunum. Hvað gerðist þá, jú hinn stórkostlegi jurtaolíuiðnaður þróaði ýmsar aðrar tegundir olíu til að nota, sólblómaolíu, soyabaunaolíu, kornolíu o.fl. og fljótlega voru orðnir gríðarlegir hagsmunir í iðnaðinum sjálfum og þó svo ekki væri lengur fyrirstaða fyrir því að flytja inn kókoshnetuolíu þá höfðu tiltölulega fátækir framleiðendur hennar ekki bolmagn til að keppa við hinn sterka jurtaolíuiðnað. Strax í lok 6. áratugarins hafði almenningsálitið, sérstaklega í Bandaríkjunum, snúið baki við mettuðum fitum eins og smjöri og kókoshnetuolíu, enda þá talið meginorsök hjartasjúkdóma. Kókoshnetuolía er hins vegar að koma aftur, sterkari en nokkru sinni, samhliða blessuðu smjörinu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:50 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.