Cardiff Bay í frábæru veðri og sjónvarpið geispaði golunni

101_2348_27853.jpg

Við skruppum niður í Cardiff Bay, öll fjölskyldan, spásseruðum um, fórum í stutta siglingu um fjörðinn eða lónið og fengum okkur svo að borða með ís á eftir. Frábært veður eins og endranær þessa dagana. Cardiff Bay er við mynni ánna Taff og Ely og myndaði áður miklar flæður við sjóinn. Þessu var öllu lokað 1995 með löngum varnargarði og er nú ferskvatnslón. Auk þess hefur verið komið í veg fyrir hin miklu flóð sem ollu gjarnan skemmdum á mannvirkjum en munur flóðs og fjöru var 12 m. 

Þegar heim var komið átti að kíkja á leikinn en ekki tókst betur til en að hið aðframkomna sjónvarp gaf sig endanlega. Það gat vissulega gerst á verri tíma en ekki mikið verri. Þarf því að bregða við skjótt og finna annað tæki en ekki verður lagst í mikla fjárfestingu þetta sinnið, aðeins að fleyta þessu yfir næstu 7 mánuði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband