Áhyggjur af losun gróðurhúsalofttegunda?

coalgraphic.gif

Hefur einhver áhyggjur af losun gróðurhúsalofttegunda? Ef svo er, þá sýnist mér á öllu að það sé alveg óþarfi, Kínverjar munu sjá heiminum fyrir nægum gróðurhúsalofttegundum næstu árin ef marka má grein í New York Times. Notkun á kolum í Kína er nú meiri en í BNA, Evrópusambandið og Japan til samans. Og í hverri viku eru reist þar kolaorkuver sem myndu fullnægja orkuþörf borga eins og Dallas eða San Diego. Mengunin er gríðarleg, losun á brennisteinsdíoxíði er mikil með tilheyrandi súru regni og losun á koldíoxíði og kolaóhreinindum gerir loftmengun á verstu svæðunum í Kína óbærilega. Losun á koldíoxíði er svipuð í Kína og í Bandaríkjunum nú en gæti tvöfaldast til 2025 ef svo fer fram sem horfir.

En af hverju?

Kínverjar vilja reyna að ná í skottið á öðrum hvað varðar lífsgæði, peninga á milli handanna, raftæki á heimilinu og að eiga fyrir fleiri fæðutegundum en hrísgrjónum. Þetta er því ekkert skrítið, bara slæmt að þessum mikla vexti fylgi svo mikil mengun. Kínverjar nota gamla og lélega hreinsitækni við kolabrennslu, tíma ekki að fjárfesta í dýrri tækni á Vesturlöndum, frekar að keyra hagvöxtinn upp. Kínverjar eiga lítið af orku nema í kolum, vatnsorkuver munu aldrei ná nema um 20% af heildarorkuþörfinni. 

Á næstu tveimur áratugum munu fleiri Kínverjar en allir Bandaríkjamenn eru nú, flytja í borgir. Þetta mun hafa í för með sér að þessir 300 millj. Kínverjar munu hafa mun meiri fjármunum úr að spila en í dag og verja þeim í allt mögulegt sem okkur þykir sjálfsagt að hafa. Það kostar meiri orku.

Þannig að, ekki hafa áhyggjur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband