13.6.2006 | 09:37
Coca Cola, vatnsbirgðir í Indlandi, matseðlar og tími rósanna.
Rakst á grein í Voice of America þar sem fjallað er um ásakanir á hendur Coca Cola fyrir að nota of mikið vatn í verksmiðjum sínum í Suður Indlandi. Brunnar hafa þornað upp og Coke hefur þegar þurft að loka einni verksmiðju eftir málaferli. Segja þetta "anti ameríku áróður" og engar vísindalegar sannanir séu fyrir hendi. En svona eru birtingarmyndir alheimsvæðingarinnar.
Talandi um Coca Cola, þá hefur Matvæla- og Lyfjaráð Bandaríkjanna mælt með því að veitingahús bjóði upp á matseðla með meiri ávöxtum og grænmeti, minnki skammtana og auki upplýsingar um innihald rétta. Þetta er allt á hendur offeiti þeirra Bandaríkjamanna. Þeir borða víst 300 fleiri kaloríur á dag núna en árið 1985 og neyta þriðjungs þeirra að heiman, aðallega í formi hamborgara, franskra og pizzu á skyndibitastöðum. En þetta eru víst bara tilmæli og vegna kostnaðar er ólíklegt að þetta verði tekið háalvarlega til að byrja með. Enda er það víst þannig að við eigum sjálf að vera ábyrg fyrir því hvað við látum ofaní okkur, ekki ríkisstjórnin. Verst að afleiðingarnar leggjast síðan jafnt á okkur fjárhagslega í formi skattpeninga í heilbrigðiskerfið.
Hér í Cardiff er kominn tími rósanna. Í hverjum garði blómstra nú rósir sem þær eigi lífið að leysa og í mörgum litum. Við erum tiltölulega hófsöm og höfum bleikar rósir hér framan við húsið. En því er ekki að neita að fallegar eru þær.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.