Þjóðhátíð í útlöndum

Þjóðfáninn

Ég hef aldrei áður skreytt húsið mitt með fánum og blöðrum á þjóðhátíðardaginn, enda hef ég aldrei áður varið 17. júní í útlöndum. Það er hins vegar staðreynd í dag og það sem meira er að í dag er 25 stiga hiti og sól, sem ég hef reyndar upplifað áður á 17. júní en er alltof sjaldgæft á þessum góða degi á Íslandi. Þjóðerniskenndin er svo sem ekkert að bera mig ofurliði þó við séum ekki mörg hér í Cardiff brotin af íslensku bergi. Fáum reyndar hina Íslendingana í heimsókn á eftir. Það sem er okkur verðmætt er tungan og landið. Þjóðfélagið er ekkert merkilegra en önnur þjóðfélög og maður finnur það hér í Wales að þjóð sem hefur verið undirokuð af nágrannaþjóðinni æði lengi ræktar með sér mikla þjóðerniskennd. Hér er haldið dauðahaldi í tunguna, sem Englendingar gera grín að, þjóðfáninn notaður við hvert tækifæri og mikið um klæðnað sem ber merki Wales, rauða drekann. Íslendingar eru í raun talsvert líkir Walesverjum. Þjóðin er í a.m.k. tveimur hlutum, það er talað annað tungumál hér í Cardiff en víða annarsstaðar í Wales, eins og höfuðborgarsvæðið sker sig úr gagnvart landsbyggðinni á Íslandi. Walesverjar eru stoltir af upprunanum og halda á lofti sögum af sínum þjóðhetjum, eins og Íslendingasögurnar okkar. Hér eru sjálfstæðishetjur á hverju strái, í sögum. En eins og áður segir, þá snýst þetta um land og tungu. Það er það sem við eigum sameiginlegt og það er það sem við eigum að vernda og rækta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband