Barnaafmæli og nýbúar

Fyrir mig er alltaf dálítið átak að fara í barnaafmæli. Barnaafmæli hafa í för með sér ýmis óþægindi sem ég kýs að vera laus við, sé þess kostur. Hávaði, vandræðalegar samræður við foreldra og fleira mætti nefna. En þau hafa líka í för með sér góða hluti. Börnin hittast utan skólans sem og foreldrar og eiga samskipti sem geta leitt til frekari kunningsskapar. Barnaafmæli hér ytra eru ólík því sem ég hef vanist heima á klakanum. Hið dæmigerða afmæli er haldið í sal út í bæ þar sem eru leiktæki og hoppkastalar eins og það heitir. Börnin fá útrás en ekki sjálfgefið að þau hafi nein bein samskipti sín á milli en líklegt að þau rekist hvert á annað líkamlega. Síðan sér "salurinn" um allar veitingar, sem yfirleitt eru í léttari kantinum, og loks er blásið á kerti á forláta köku, hún síðan fjarlægð, skorin niður og hverri sneið pakkað inn í servíettu. Hvert barn fær síðan sneið í servíettu með sér heim ásamt litlum poka með smádóti og sælgæti í. Þá er það búið! Við fullorðna fólkið sem dveljum á staðnum á meðan fylgjumst með dagskránni og reynum að láta ekki mikið á okkur bera svo leikur barnanna verði ekki fyrir óþarfa truflun en jafnframt að vera til staðar þegar árekstrar verða.

Við Margrét fórum sumsé í eitt svona partí í dag. Það voru tvær fjölskyldur, ættaðar frá Íran, sem héldu veisluna. Veislan var dæmigerð fyrir það sem við höfum séð. Það sem mér finnst hins vegar standa uppúr eru þau forréttindi fyrir börn af mörgum kynþáttum og trúarhópum að eiga svona óformleg samskipti sín í milli. Þau eru skólafélagar og leikfélagar. Slíkar aðstæður eru best til þess fallnar að útrýma fordómum. Ég ræddi við fjölskyldufeðurna, sem hafa búið hér í yfir 30 ár. Þeir vilja ekki snúa aftur til Íran, erfiðara fyrir þá nú að aðlagast aðstæðum þar. Fjölskyldurnar tala þó Farsi sín á milli og reyna eftir megni að halda málinu við, telja það afar mikilvægt fyrir sína menningu og barna sinna. En, eins og virðist nánast regla hér þá er þetta afar indælt fólk og þægilegt í samskiptum. 

Aftur að veðrinu, ansi heitt í dag og nánast óbærilegt að vera úti í sólinni, hún er svo sterk. Hiti tæp 30 stig. Eitthvert framhald verður á þessu fram eftir vikunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband