Sláttur hafinn

Nú eru garðyrkjumenn hér í Cardiff óðum að taka fram sín tæki og tól, aka um borgina og taka að sér verk fyrir venjulegt fólk sem nennir ekki, getur ekki eða kærir sig ekki um að hirða um garðinn sinn. Grasvöxtur hér er þó enn óvíða til vandræða, mest ca. 20 cm hátt en allur er varinn góður. Lítil hætta á sinueldum eins og er. 

Þarf að sýna myndir hér niður við vatn þar sem grasi er haldið í skefjum með miklum ágætum. Þar eru andfuglar, helstu smitberar fuglaflensu, óþreytandi við að bíta gras sem ekkert er. Afleiðingin eru nauðasköllóttar grasflatir með fallegum blómum, draumastaða allra garðeigenda. Ég held að það ætti almennt að fjölga andfuglum í þessum tilgangi, halda slíka fugla og fara með þá á milli garða og grænna svæða til að halda niðri grasvexti. Miðað við fréttir frá Íslandi þá er mikil þörf á slíku. En þeir bíta sennilega ekki hvað sem er frekar en aðrir grasbítar.  

 Aldrei slíku vant þá er langtímaspáin hér full af sól. Þurrkur upp á hvern dag og heiður himinn. Enda var frost í nótt.

Nú styttist í að minn maður þarf að standa sig svo um munar og reynir þá á uppeldið frá gamalli tíð. Vinkonur konunnar eru að koma í heimsókn í nokkra daga og í kjölfarið koma síðan tengdaforeldrarnir. Það reynir á að sýna hreint heimili og vel haldin börn. Ekki að mæla nema á mann sé yrt og sitja afsíðis á matartímum, helst á kolli út í horni á eldhúsinu og borða afganga úr dalli. Best að koma sér í að þurrka af. Kannski ætti ég líka að slá garðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kiddi

Ekki öfunda ég þig af því að slá þennan garð ;) Gætirðu ekki lokkað þessar sláttuendur úr nágrenninu í garðinn. Þá gætirðu líka slegið tvær flugur í einu höggi: þú slyppir við að slá garðinn og þyrftir ekki að fara og gefa öndunum. Börnin fara bara út í glugga og fylgjast með og þú situr kátur á kollinum og maular afganga sem annars hefðu farið í endurnar.
Held þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af vannæringu barnanna eftir því sem mér hefur sýnst, a.m.k. ekki ef boðið er upp á eftirrétt, ha ha!
Að öllu gríni slepptu þá held ég að þú getir bara verið rogginn með heimilshaldið. Krásir upp á hvern dag og frumlegheitin í fyrirrúmi. Hvað var annars í safapressunni í morgun?

Kiddi, 4.4.2006 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband