2.8.2006 | 19:34
Gengið og boltinn
Þegar dvölin hér í Wales er ríflega hálfnuð þá er ekki laust við að hugurinn hvarfli heim öðru hverju. Eitt sem ég hef tekið eftir er að skömmu eftir að við komum hingað þá féll gengi krónunnar hratt og illa, kom sumum vel, öðrum illa, ekki síst okkur. Núna tek ég eftir því að gengið litlu Ikr er að hækka aftur, hægt og rólega. Gæti það tengst því að senn líður að heimferð okkar? Ég man að þegar við vorum í USA fyrir fimm árum síðan þá gerðist það sama, að gengi krónunnar féll hratt eftir að við fórum af landi brott. Man reyndar ekki hvað gerðist þegar við komum heim en þarna gætu verið tengsl, við hjónin höfum einhver áhrif á hið íslenska hagkerfi, og kannski meiri en margan grunar.
Annars hef ég þjáðst af miklu andleysi hvað varðar skrif og ekki mörg orð hrotið af lyklaborðinu upp á síðkastið. En nú hefur kólnað allnokkuð hér hjá okkur, ekki nema um 20 gráður í dag og nokkur vindur, á hérlendan mælikvarða. Það hefur reyndar varla komið vindur hér svo nokkru nemi, sé miðað við íslenskar aðstæður.
Enski boltinn fer að byrja og nú sýnist mönnum hér stefna í að enn einn úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar, eftir tæpt ár, þurfi að spilast hér vestra en Wembley verði ekki enn orðinn leikfær. En sorglegt!
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú verður þá bara að framlengja dvölina svo þú náir leiknum. Arsenal - Derby County? Ég mæti!
Kiddi (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.