Fjárhundar og Bowls

Bowls

Ponty stóð fyrir sínu, fallegur garður, reyndar lítið um smakkmat, smá tívolí, róló, fjárhundasýning, hannyrðir, steinbrú og þröngar götur. Brautarpallurinn er líka afar langur. Það var lítið sem minnti á Tom Jones en dagurinn var engu að síður ánægjulegur, hæfilega langt ferðalag og endað á því að grilla breskar kótilettur hérna heima en þær gefa hinum íslensku ekkert eftir, þó ég segi sjálfur frá. Meira kjöt á beinunum þar. 

Svo náði ég nokkrum myndum af eldri/heldri borgurum spila Bowls í Ponty. N.k. útibossía, afsakið stafsetn. Allir klæddir í hvítt, eins og í krikket. Völlurinn rennisléttur en gras og hæfilega stór til að hann megi ganga enda á milli á stuttum tíma. Eins og ég hef skrifað um áður þá tel ég að þessa íþrótt megi vel innleiða á Íslandi, hana má spila innan húss og utan. Það mætti setja velli við helstu öldrunarstofnanir landsins, fyrirtaks hreyfing. Slíkt myndi kosta svipað átak og s.k. "sparkvellir" en þjónaði öðrum aldurshópi. 

Veður, stillt og rakt, um 20 stiga hiti og stefnir í 26. Ætti að haldast þurr í dag.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband