Kjúklingur er góður en erum við góð við kjúkling?

Kjúklingar

Það er talsvert rætt um velferð dýra hér í Bretlandi, umræða sem maður verður ekki mikið var við á Íslandi. T.d. fjallar Daily Mail um þjáningar kjúklinga sem alast upp á verksmiðjubúum. Vaxtarhraði þeirra er tvöfaldur á við það sem hann var fyrir 30 árum síðan, tvö kíló á 38 dögum. Afleiðingarnar, vansköpun fóta á rúmum fjórðungi hinna 800 milljón kjúklinga sem lenda á borðum hér í Bretlandi ár hvert. Fleiri atriði eins og mikill þéttleiki á fuglunum, yfir 20 þús. stk. saman í húsi, stöðugt ljós og sýklalyf í fóðri, eru ekki til að auka á trúverðugleika þessa iðnaðar. Því það er varla hægt að kalla kjúklingaeldi landbúnað.

OK. Hvað gerir maður þá? Kaupa ekki kjúkling? Framboð á kjúklingi er mikið en það er ekki mikið framboð af kjúklingi sem hefur haft það gott á sinni stuttu ævi. Það er t.d. ekki til "Free Range" kjúklingur eða Hamingjusamur kjúklingur í búðum hér í Cardiff en reyndar lífrænt vottaður. Spurningin er hins vegar sú, af hverju er þetta svona, hver leyfir framleiðslu á matvælum við þessar aðstæður? Neytendur geta valið með buddunni en þeir þurfa líka að geta treyst þeim viðmiðunum um framleiðsluhætti sem leyfðir eru, eða.....? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband