Hin fullkomna netverslun

Delivery van

Í dag fór fram hér á Everard Way það sem ég myndi kalla hina fullkomnu netverslun, reyndar að því tilskildu að menn geri ráð fyrir að alltaf verði einhver mistök. Sem sagt, fullkomið, sé gert ráð fyrir að mistök verði. 

Við áttum von á heimsendingu frá Sainsburys, en þangað höfum við fært viðskiptin í auknum mæli. Sé verslað yfir 70 pund þá er heimsending frí. Það sparar 5 pund. Við verslum orðið aðra hverja viku á netinu og því er þetta okkur hagstætt. Annars er óvíst að hin vikulega verslun væri meiri en 70 pund. En allavega, Sainsburys býður upp á afhendingu á klukkutíma tímabilum, t.d. milli kl. 11 og 12. Samkeppnisaðilarnir eru með tveggja klst. tímabil. Í morgun seinkaði bílnum eitthvað svo þeir náðu ekki hingað fyrir kl. 12 og reyndar seinkaði þeim svo að þeir misstu af mér, var farinn út þegar þeir komu. Ég hringdi í þá eftir að ég kom heim og bíllinn birtist hér 15 mín. síðar með allar vörurnar og, rúsínan í pylsuendanum, við fengum afsláttarmiða af næstu netinnkaupum uppá 10 pund. Geri aðrir betur. Tesco og Asda hafa ekki sýnt viðleitni í þessa átt. Það er því ljóst hvert við beinum viðskiptum okkar á næstu vikum. Svo er Sainsburys heldur "grænni" aðili en hinir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband