11.8.2006 | 08:06
Flug, ítölsk skólamötuneyti og heilbrigð fæða
Ég er þakklátur fyrir að vera ekki staddur á Heathrow eða Gatwick í gær. Ægileg ös og öngþveiti. En svona mun þetta verða öðru hverju. Spurning hvort reglum um handfarangur verði alfarið breytt. Það væri helst áfall fyrir þá sem fara styttri ferðir vegna sinnar vinnu, bara með handfarangur og þýðir talsvert lengri bið á flugvelli.
Jamie Oliver sýndi okkur í gær dæmigert ítalskt skólamötuneyti. Talsvert ólíkt því sem hann hefur sýnt frá þeim bresku. Allur matur er þar eldaður á staðnum úr góðu hráefni. Lítið val fyrir börnin og alltaf ávextir. Hann sýndi matseljunum dæmi um hvað breskum börnum er boðið uppá og þær úrskurðuðu það beint í ruslatunnuna. Sýnum við börnunum okkar næga virðingu þegar kemur að því að gefa þeim að borða? Ég bara spyr.
Annars er mikið að frétta úr heimi hinnar heilbrigðu fæðu eða óheilbrigðu. Skordýraeitur, sem notuð eru af bændum um allan heim, eru talin geta komið af stað taugasjúkdómum eins og MS og Parkisons, sjá Daily Mail. Umbúðir um allskyns mat, eins og súkkulaði og ís, innihalda latex, sem getur orsakað ofnæmi. Engar reglur eru um að þetta sé sýnt á umbúðunum sjálfum, Independent. Tesco, Sainsburys og Asda, bresku stórverslunarrisarnir, hafa tekið þá ákvörðun að banna hertar jurtafitur í sínum framleiðsluvörum. Hertar jurtafitur eru helsta uppspretta s.k. trans-fats, sem eru tengdar við hjartasjúkdóma og offeiti. WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, hefur ráðlagt að neytendur ættu að fjarlægja allar slíkar fitur úr sínum mat.
En annars er allt í þessu fína hér í Wales. Veður er stillt en nær rétt um 20 gráðum á daginn. Heldur kalt.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.