13.8.2006 | 07:37
Góðgerðarskjöldurinn og hryðjuverk
Ég vaknaði upp við það í fyrradag að leikurinn um góðgerðarskjöldinn á að vera í dag, hér í Cardiff. Ósköp er maður eitthvað úti að aka. En þetta er leikur stórliða þetta árið eins og vanalega, Chelsea og Liverpool. Það er búist við einhverjum töfum vegna hertra öryggiskrafna, þannig að biðraðirnar verða sennilega eitthvað lengri en vanalega.
Annars hafa margir álit á hinum meintu hryðjuverkum í vikunni, sumir telja að um samsæri bresku og BNA ríkisstjórnanna sé að ræða. Verið að auka trúverðugleikann og beina fréttum frá Líbanon og miðausturlöndum. Hvað veit maður. En það er einnig mikil reiði meðal múhameðstrúarmanna hér í Bretlandi, finnst yfir sig gengið. Það er því ekki líklegt að "stríðið gegn hryðjuverkum" sé á enda.
Við erum á leið í barnaafmæli hjá honum Alexander í dag, 4 ára pjakkurinn sá. Það lítur út fyrir gott veður, bæði fyrir afmæli og fótbolta, dálítill vindur en þurrt og milt veður.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:38 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.