Viðhaldið

Gærdagurinn var slæmur fyrir viðhaldið. Þetta á ekki að misskiljast! Fyrst gaf klósettsetan sig endanlega eftir að búið var að reyna að lappa uppá greyið. Mjög myndrænt að sjá slíkt fyrir sér en það var ekki þannig. Setan var hins vegar alveg laus og hættulegt fyrir ungar konur að reyna að sitja, gat hlaupið út undan sér. Þvottavélin byrjaði að leka, alveg tilefnislaust. Ég fann ekki uppsprettuna og ákvað að fara ekki lengra þar sem vélin er enn í ábyrgð. Kemur vonandi einhver í fyrramálið. Svo er helv. eldhúskraninn aldrei til friðs. Reimin í sláttuvélinni er auk þess farin og allt ryðgað fast á þeim bænum. 

Því hjólaði ég í morgun í Focus, n.k. Húsasmiðja eða Byko, og keypti nýja klósettsetu og krana. Ég sat ekki á setunni þegar ég hjólaði heim en átti í nokkru basli við að koma henni fyrir. Nú er allavega setan komin á, þvottavélin gæti komist í lag í fyrramálið og ef ég get fengið lánaðan stærri skiptilykil hjá nágrannanum þá ætti kraninn að komast á.

En þetta er nú smávægilegt á við að komast í gegnum alþjóðaflugvellina hér í Bretlandi. Gríðarleg tjaldborg var komin upp á Heathrow þar sem fólk sat og beið eftir að komast í flug. Oj. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband