18.8.2006 | 12:29
Haustar?
Áreiðanleg mæling hér á bæ sýnir að birtutíminn hér í Wales styttist. Mælingin byggist á því að sest er upp í rúmið hennar Margrétar laust fyrir kl. 8 pm og lesinn Benedikt búálfur. Á þriðjudagskvöld þurfti að kveikja ljós og það hefur gerst ítrekað síðan. Er það í fyrsta skipti síðan einhverntíma í vor. Sama gerðist í morgun en þá sá undirritaður ástæðu til að kveikja ljós laust eftir kl. 7 am og er það einnig í fyrsta skipti síðan einhverntíma í vor.
En rósirnar eru enn að blómstra og nú eru komin allskyns ber og ávextir á tré og runna hér syðra. Það er algengt að sjá "blackberries" vítt og breitt, andstyggilegir runnar sem vaxa eins og andsk. með bogna og hvassa þyrna. Eplatré og plómutré í næstu görðum og svo mætti áfram telja. Þetta er óneitnalega skemmtileg tilbreyting.
Svona til fróðleiks, þá hefur sala á 4x4 bílum dregist saman hér í Bretlandi, í fyrsta skipti í a.m.k. 10 ár. Umræða um umhverfismál er talin hafa áhrif auk verðs á eldsneyti. Nú er að verða "út" að aka um á s.k. "Chelsea tractor" innan borgarmarka og jafnvel talið að t.d. börn, sem eru oft á tíðum betur meðvituð um umhverfismál en foreldrar þeirra, vilji ekki láta sjá sig í jeppa, skammist sín fyrir það. En fáir markhópar munu áhrifameiri en börn, hvað varðar innkaup foreldranna.
Aðeins meira um árstímann, þá fengum við kúrbít og kál frá Riverford bænum í vikunni. Einnig voru gulrætur, chili, tómatar og kirsuberjatómatar í kassanum, allt ræktað í UK. Þetta eru frábærar vörur og við hjón vorum sammála um að kirsuberjatómatarnir stæðust þeim frá Akri í Biskupstungum alveg á sporði, og er þá mikið sagt.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.