Þrif og innkaup

c_documents_and_settings_bjorn_my_documents_my_pictures_kodak_pictures_vefur_2006_101_2096_2760.jpg

Jæja, búinn að þrífa. Ótrúlega mikið s.k. skúm í loftunum hérna. Hef ekki enn kynnt mér hvað þetta er en má vafalítið rekja til einhverra lífvera sem hér hafast við. En ef einhver veit svarið þá væri fróðlegt að vita. Tesco kom með vörurnar eins og um var beðið. Tvö skemmtileg dæmi um misheppnuð netinnkaup. Pínulítil flaska með tómatsósu og piparsveinspakkning af þvottaefni. Ekki það sem til stóð að panta en svona eru netinnkaupin. Þýðir ekki að æsa sig yfir því.

En ykkur sem viljið það vita vil ég segja að ég hljóp í rúman hálftíma í morgun, skrefmælirinn var úti að aka og sýndi bara tæpa 2 km en hringurinn var ansi mikið lengri en það. Drakk síðan safa úr afgöngum af ávöxtum og grænmeti, mikið af broccoli, gulrótum og engifer, heví stöff. Ég er að kynna mér nýjar leiðir og reyni að þræða grænu svæðin eins og hægt er. Nota mp3 spilarann hennar Ólafar óspart n.b. ég gaf henni hann. Hlusta aðallega á Red Hot Chili Peppers, Green Day, Primal Scream og U2 á hlaupunum. Það gefur manni aukaorku og maður losnar við umhverfishljóð eins og bílaumferðina.

En nú mega konurnar koma, ég er reiðubúinn á sál og líkama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við rúmlega hálftíma hlaup ættirðu að hafa farið a.m.k. 5-6 km gæti ég trúað.
Þú ættir að kíkja eftir plötunni The Life Pursuit með Belle & Sebastian. Ekki rokk eins og þú ert að hlusta á, en drullufínt stöff. Ólöf gæti meira að segja haft gaman af henni ;)

Kiddi (IP-tala skráð) 5.4.2006 kl. 10:30

2 Smámynd: Kiddi

Miðað við rúmlega hálftíma hlaup ættirðu að hafa farið a.m.k. 5-6 km gæti ég trúað.
Þú ættir að kíkja eftir plötunni The Life Pursuit með Belle & Sebastian. Ekki rokk eins og þú ert að hlusta á, en drullufínt stöff. Ólöf gæti meira að segja haft gaman af henni ;)

Kiddi, 5.4.2006 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband