30.8.2006 | 10:13
Gangnatími
Þegar við feðginin hjóluðum í leikskólann í morgun þá fékk ég á tilfinninguna að það væri kominn tími til að fara í göngur. Himininn heiðskýr og kalt loft lék um okkur á leiðinni. Rakinn hafði þést á bílrúðunum og grasinu. Óneitanlega kaldara en verið hefur. Sennilega er þetta líka rétt hjá mér og fyrstu réttir á Íslandi væntanlega um þessar mundir. Ég hef ekki kynnt mér hvernig réttað er úr "communal" beitilöndum hér í Wales. En bændur hér eiga í það minnsta nóg af hundum og hestum.
En nú stefnum við á ferðalag vestur í Pembrokeshire á morgun og gistum eina nótt. Ku vera fallegt þar.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Ferðalög, Bloggar | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.