23.8.2007 | 09:59
Strætó lífsstíll
ÉG keypti mér bláa kortið í gær, níu mánaða meðganga með Strætó. Þetta er djörf ákvörðun því ég hef nánast ekkert gott heyrt um Strætó á höfuðborgarsvæðinu síðustu árin, nema frá örvæntingarfullum borgarfulltrúum. Fyrsta ferðin var farin í gær, gagnleg að því leyti að ég gat skoðað hverfið Grafarholt, skiptistöðina Mjódd og fann stoppistöðina í Skógarseli þar sem ég get tekið þristinn. Tók síðan þristinn og sexuna í morgun, með slatta af labbi. Fyrst í Skógarsel, sem eru um 400 m, síðan yfir Miklubraut við Gerði, sem eru 200 m og loks Gagnveginn upp á Keldnaholt, sem er ca 1 km. Þetta er nú ágætist morgunlabb. Ferðin tók 35 mín í allt. Gæti verið verra.
Næst tek ég hjólið með í strætó og hjóla heim, sem ætti að taka ca 30 mín.
Fyrir mig fylgir því einhver ró að ferðast með strætó. Andlega álagið sem fylgir því að ferðast í umferðinni lendir allt á bílstjóranum og ég get því mætt nokkuð vel á mig kominn andlega í vinnuna. Auðvitað tekur þetta sinn tíma en ég er tilbúinn að fórna honum fyrir pirringinn sem fylgir akstri einkabílsins. Það er einmitt sá pirringur sem er helsti ókostur þess að búa á höfuðborgarsvæðinu. En þar bý ég einmitt núna.
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.