2.9.2006 | 15:41
Grænaland Pembrokeshire
Af þeim stöðum í heiminum sem ég hef skoðað, en þeir eru svo sem ekki margir, þá kemst Pembrokeshire í Wales næst því að geta kallast Grænaland. Pembrokeshire er suðvesturhorn Wales, eins ólíkt suðvesturhorni Íslands og hugsast getur. Það er dreifbýlt, smábæir vítt og breitt. Stórkostleg strönd með klettum og gullnum sandi á víxl. Fallegir laufskógar og gjöfult landbúnaðarland. Svæðið hefur lengi verið vinsæl sumarparadís ríka fólksins í Bretlandi og bera bæir eins og Tenby og Saundersfoot þess merki. Gömul þrep í klettunum niður á strönd og fornfáleg skýli efst á klettunum þar sem hefðarfólkið hefur setið og sötrað teið sitt. Þarna er lundinn í hávegum hafður en ekki veiddur. Ég verð að viðurkenna að ég var heillaður af þessu svæði sem byggir á ferðaþjónustu og landbúnaði, fallegir smábæir og kastalar. Saga fortíðar á hverju strái.
Ég læt mér nægja tengil inn á síðu BBC.
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.