Ekki skola?

ad_5071.gif

Ég hef burstað tennur í á fjórða tug ára. Fyrir löngu hefur verið sýnt fram á gildi flúors í tannvörslu. Af hverju í ósköpunum hef ég aldrei áður heyrt það frá tannlækninum mínum eða opinberum heilsuverndaraðilum að það eigi ekki að skola eftir tannburstun? Ég er að kenna dætrum mínum að það eigi ekki að skola en á í mesta basli við að venja sjálfan mig af því, hef þó verið að reyna í nokkra mánuði.

Mér finnst þetta lýsa vestrænum heilbrigðiskerfum mjög vel. Nánast öll áhersla er á lækningar og lækna en lítil á hinn daglega heilsuverndarþátt almennings. Þetta gildir líka um mataræði. Málflutningur hefur aðallega verið til þess fallinn að rugla okkur í ríminu svo við vitum ekki í hvorn fótinn á að stíga varðandi val á mat. 

Svo kemur þessi stórkostlega frétt af ráðstefnu í Sydney þar sem "sérfræðingar" telja að það séu skýr tengsl milli markaðssetningar á orkuríkum en næringarsnauðri fæðu þ.e. sætindum, og offitu barna. Maður veit ekki hvort á að gráta eða hlæja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband