Grænir háskólar og "grænar" gallabuxur

Rakst á þessa grein á Seattle Post-Intelligencer um hvernig University of Washington hefur mjakast í átt til meiri sjálfbærni. Í háskólaþorpinu er notuð jarðgerð á matarafgöngum til að útvega mold á blómabeðin, starfsfólk ekur um á "hybrid" bílum, matur í mötuneytum er framleiddur "locally" og boðið upp á lífrænt vottaðan mat, eingöngu er notuð vindorka eða orka frá vatnsorkuvirkjunum og mikið lagt upp úr endurvinnslu á sorpi. Auðvitað á að nýta háskóla meira og það hugvit sem þar er til að þróa sjálfbær samfélög, hugmyndafluginu eru engin takmörk sett og fjölmargir hausar að verki. 

Svo er Levi Strauss koma með nýja línu af gallabuxum, "eco"gallabuxur, unnar úr lífrænt vottaðri bómull, lituðum á náttúrulegan hátt og merkimiðinn er jafnvel úr endurunnu efni og soyablek notað til merkinga. Og hvað kostar svo línan? 250 dollara stykkið eða 17 þús kall. Enda er markhópurinn s.k. "upscale shoppers". Stykkið myndi kosta milli 30 og 40 þús. á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband