6.4.2006 | 13:05
Vísindaskrif
Alveg óvænt þá fannst mér afar auðvelt að skrifa drög að stuttum abstract á ensku vegna ráðstefnu í Hollandi næsta haust. Á reyndar eftir að fá athugasemdir frá kollega en engu að síður var þetta gott fyrir sjálfstraustið. Hvort maður kemst á ráðstefnuna kemur síðan í ljós. En þemað er aukið hlutverk bænda í verndun jarðvegs á Íslandi, með áherslu á félagslega og efnahagslega þætti. Þeir vilja nefnilega oft gleymast í umfjöllun um verndun auðlinda. Að sjálfsögðu hangir þetta saman, en það er líka á ábyrgð þeirra sem útdeila fjármagni, n.b. sem almenningur á, að það hvetji ekki til slæmrar meðferðar á náttúruauðlindum. Um það höfum við ótal dæmi og öfgarnar ótrúlegar. Best er að engu fjármagni sé úthlutað af "sérlegum sérfræðingu ríkisins" heldur gangi þetta að mestu af sjálfu sér en heimurinn er nú bara svona flókinn og ef bændur eiga að stunda framleiðslu á matvælum eða öðrum "afurðum" þá þurfa þeir stuðning í einhverju formi. Þessi mynd er skekkt um allan heim, ekki bara á Íslandi.
Það er ansi kuldalegt hérna núna, eiginlega dæmigert gluggaveður. Frost í nótt og kalt loft í dag. Gott að nýta slíkt til skrifta meðan yngri dóttirin sefur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.