7.4.2006 | 12:19
Flensuóreiða meðal fugla
Það ber helst til tíðinda að fuglaflensa H5N1 hefur greinst í dauðum svan í Skotlandi. Nú beina allir Bretar sjónum að krummaskuði þar norður frá, Cellardyke, sem aldrei hefur fengið slíka athygli. Bareigandi á staðnum bölvaði þessu í sand og ösku og sá fram á hrun í ferðamennsku vegna þessa. Kannski svolítið skammsýnn því í þessu felast talsverð tækifæri við markaðssetningu sé rétt á haldið. Fyrst í stað þyrpast fréttamennirnir á staðinn og svo þegar flensan hefur breiðst út um allar Bretlandseyjar þá hefur Cellardyke sérstöðu sem staðurinn þar sem H5N1 fannst fyrst. Nafn bæjarins mun fá á sig mynd í hugum Breta og jafnvel verður breytt um póstkóða á staðnum, breytt í H5N1.
Hér í Cardiff sér ekki á fuglum ennþá en þó ríkir greinileg óreiða meðal þeirra. Þeir synda óvenju mikið í hringi og virðast ekki vita hvert skuli stefna. Staðbundnir andfuglar eru berskjaldaðir gegn hinum fjúgandi vágestum úr suðri, en reyndar verður eitthvað lítið um slíka gesti hér í Wales, þeir fljúga flestir austar. En flensan kemur.
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.