16.9.2006 | 19:07
Biðtími og haust
Tölvan sem við erum með hér í Cardiff er komin á tíma. Hún er orðin rúmlega fjögurra ára og þolir illa orðið að nema eitt kerfi sé opið í einu, missi maður einbeitinguna og opni annað forrit þá tekur við biðtími. Það vill til að maður er ekki á háu tímakaupi þessa dagana. Nú er enda búið að panta nýja vél hjá Dell Inc. Í því er líka falinn stórgróði, því fartölvur hér eru um helmingi ódýrari en heima, skil reyndar ekki af hverju en svona er þetta nú. Og það er ekki hægt að rekja þennan mun til mismunandi ábyrgðar eða sérlega hagstæðs gengis hér ytra, sú tíð er liðin.
En annars gengur lífið sinn vanagang. Haustið er milt og gott, kaldara á nóttunni en á daginn fer hitinn í 20 stig. Lítið um haustliti á gróðri ennþá, meira að segja rósir enn að blómstra. Ferðalög af okkar hálfu hafa að mestu lagst af og óvíst hversu mikið verður um slíkt fram að heimför. Við erum reyndar á höttunum eftir miðum á heimaleik hjá mínu liði á nýjum Emirates Stadium. Vaknaði allt í einu upp við vondan draum að það er ekki hægt að fara heim án þess að skella sér á leik. Svo á maður líka eftir að fara á heimaleik með Cardiff, aldrei að vita nema þeir sigli upp í Úrvalsdeildina að ári.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Tölvur og tækni | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.