Flóð og fjara

Síðustu stundirnar hefur verið mikið útfjar á Everard Way. Fjórar konur gengu hér út um kl. 8 í morgun með úttroðnar ferðatöskur. Þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun er enn hagstætt að taka smá syrpu í verslunum hérna megin hafs. Áfangastaðurinn London, höfuðborg menningar og Englendinga. Svona er þetta á betri heimilum. Fólk kemur í heimsókn og gefur af sér, fær eitthvað í staðinn og allir eru ánægðari á eftir. Við fengum þetta líka frábæra lambalæri með þeim stöllum.

Kjúklingaiðnaðurinn vegur salt á barmi taugaáfalls hér í landi. Allir keppast við að gera sem minnst úr sýkingarhættunni, annars vegar úr villtum fuglum yfir í alifugla og hins vegar úr fuglum yfir í menn. En óttir smýgur inn um allar rifur. Fólk hraðar sér framhjá svönunum og öndunum sem bíða í von um brauð úr poka. Fá kannski brauðmola í hausinn eins og segir í textanum. Bresku bændasamtökin mælast til þess að almenningur sýni alifuglabændum stuðning. Svolítið skrítin umræða í gangi en ekki skrítið þar sem kúariðumál eru enn í fersku minni. Fuglakjöt gæti átt eftir að lækka á næstu vikum. Gott fyrir fátæka námsmenn. Kannski eggin líka. 

Á vef BBC er búið að birta myndir af helstu vágestum í líki fugla. Það er eins og svanur og stokkönd séu nú eftirlýstir óæskilegir borgarar. Varúð! Eins og þessi grey hafi nú gert eitthvað af sér. Það er því flóð af fréttum um fuglaflensu hér, sem gerir í raun ekkert annað en að auka ótta hins almenna borgara. Meira lambakjöt takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kiddi

Verð að segja að ég er farinn að sakna nýrrar færslu frá þér! Vildi líka benda þér á að slóðin á Ólöfu er ekki rétt, eftir síðustu breytingar.

Varðandi fuglaflensuna þá er smá taugaveiklun í gangi hér líka. Reynt er að slá á hana og koma læknar í sjónvarp og segja að OK sé að fara niður að tjörn og gefa öndum/gæsum/mávum/álftum, en ekki saki að þvo skóna eftir að maður kemur heim og þvo svo hendurnar. Ég ætla að brenna nýju skóna sem ég keypti mér um daginn og þvo mér svo hátt lágt upp úr spritti.

Kiddi, 10.4.2006 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband