19.9.2006 | 11:51
Reykingabann í apríl
Nú eru allar líkur á að bann við reykingum á opinberum stöðum taki gildi hér í Wales 2. apríl á næsta ári (frétt BBC). Þetta er u.þ.b. ári á eftir Skotum og sama dag munu N-Írar sennilega gera slíkt hið sama. Írar voru þó fyrstir til og komu á banni 2004. Rökin: Vernda almenning og starfsmenn fyrir heilsutjóni og hugsanlega að lækka kostnað heilbrigðiskerfisins. Englendingar verða eitthvað seinni til eða næsta sumar.
Ég hef svosem ekki gert mikið af því að fara á pub hér ytra en þar er yfirleitt mikið um reykingar. Á því eru þó gleðilegar undantekningar þar sem á sumum þeirra eru reykingar kyrfilega aðskildar frá hinum reyklausu. Það er þetta með að mega gera hvað sem er svo lengi sem það kemur sér ekki illa fyrir aðra.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.