21.9.2006 | 19:28
Heitur dagur með loftárásum
Það var eins og veðurfræðingurinn hélt, hér var hlýtt og hvasst í dag. Hitinn fór í einhverjar 25 gráður en erfitt að hjóla. Við Birna skruppum yfir í Heath Park þar sem er skemmtileg rörrennibraut, hún hverfur í smástund og kemur svo allt í einu í ljós aftur og finnst það mjög fyndið. Reynum að breyta aðeins til endrum og eins. En varðandi loftárásirnar þá hrynja nú akorn úr öllum eikum hér í Cardiff. Ef kemur vindhviða þá heyrir maður smellina allt í kring, standi maður undir eik, sem n.b. er ekkert mjög ólíklegt hér sé maður úti á annað borð. En ég hef ekki frétt af neinum meiðslum.
Annars kom ný tölva í hús í gær, glæsilega silfurlituð frúartölva. Ég held áfram að hökta á Imbunni, ekki nema rúmir þrír mánuðir eftir.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.