11.12.2007 | 08:37
Hvar er netverslun fyrir matvöru á Íslandi?
Fyrir ári síðan bjó ég og fjölskyldan í Cardiff í Wales, rúmlega 300 þús manna borg. Ég var heimavinnandi og fór minna ferða á hjóli eða í strætó. Þar sem mér leiðist óskaplega að burðast með innkaupapoka í strætó fór ég að kanna möguleikana á að versla matvöru á netinu og fá hana senda heim. Þetta gekk svona líka vel. Þrír stórmarkaðir buðu upp á þessa þjónustu, Sainsbury´s, Tesco og ASDA. Maður gat valið sér afhendingartíma, eins til tveggja tíma bil, einhverntíma dagsins, sem voru misdýr í samræmi við eftirspurn. Heimsending kostaði frá 4 og upp í 6 pund eða 500-800 kr. Oft voru tilboð í gangi þannig að ef maður keypti fyrir 70 pund eða meira, ca 9000 kr, þá var heimsending frí.
Þetta fyrirkomulag reyndist mjög vel, varan var í góðu lagi lang oftast, tímasetningar afhendingar líka og ef ekki þá var heimsending frí.
Í öllu atinu hér á höfuðborgarsvæðinu væri afar kærkomið að hafa aðgang að slíkri þjónustu. Fá t.d. heimsent einu sinni í viku. Ég er svolítið hissa á verslanakeðjunum að taka þetta ekki upp á sína arma af því Íslendingar myndu taka þessu opnum örmum, þjónustusjúk eins og við erum. En þjónustan verður líka að vera í lagi.
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.