Hvít jól og vonin

Reykjavík og nágrenni er nú heldur huggulegra þegar jörð er hvít á þessum tíma árs en í suðaustan rigningu og roki. Enda var jóladagur sérdeilis huggulegur með hæfilegri snjókomu og kófi. Birtutíminn lengist og kyrrðin verður marktækari en í rokinu og rigningunni þó hæpið sé að tala um kyrrð á þessu svæði.

Annars fór fjölskyldan í köntrýmessu í gær í Salaskóla. Hressilegar útsetningar á jólasálmum og afslappað andrúmsloft gerði athöfnina ánægjulega. Dæturnar virtust þó ekki fíla þennan búning sálmanna neitt sérstaklega og óskuðu brottfarar nokkru fyrir messulok.

En það er þessi tilfinning árstímans þegar dag tekur að lengja sem er sennilega eitthvert merkilegasta og áhrifamesta fyrirbrigði mannkynssögunnar. Átrúnaður á sólina er sennilega fyrsti átrúnaður mannsins. Hvenær manninum síðan skildist að á þessum tíma tók dag að lengja veit ég ekki en þar liggur vonin. Vonin eftir hækkandi sól, betri tíð, meiri mat, náttúran lifnar á ný og meiri möguleikar. Ég veit að ég lít bara nokkuð björtum augum fram á næsta ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband