Hestur/maður marathon

Við heimtum móður/eiginkonu í gærkvöldi svo nú er heimilishald komið í þokkalega fastar skorður á nýjan leik. Nema, Margrét er komin í páskafrí og verður næstu tvær vikurnar en Birna heldur sínu striki í leikskólanum. 

Eftir að hlaupin í morgun, af og til í gegnum ilminn af nýslegnu grasi, þá fann ég skemmtilega vefsíðu minnsta bæjar í Bretlandi, sem er staðsettur í mið-Wales. Þetta er 600 manna bær þar sem fara fram allskyns uppákomur og heitir Llanwrtyd Wells, sem ég hef ekki hugmynd um hvernig er borið fram. Ein af uppákomunum er 22 mílu hlaup þar sem keppa menn og hestar, þ.e. menn keppa við hesta í langhlaupi. Í sumar verður 27. hlaupið af þessari tegund og hefst það 10. júní kl. 11 f.h. Árið 2004 vann maður þetta hlaup í fyrsta skipti.

En allavega, fyrir ykkur þindarlausa hlaupara þá er hér á ferðinni ný ögrun við óvenjulegar aðstæður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll Bjössi. Er búin að skemmta mér vel í morgunn við að lesa bloggið þitt, afköstin í vinnunni eftir því, gaman að sjá hvað það á vel við þig að vera heimavinnandi. Bið að heilsa konunni.

Bestu kveðjur úr Hafnarfirðinum
Ásgeir

Ásgeir H. Ásgeirsson (IP-tala skráð) 10.4.2006 kl. 12:20

2 Smámynd: Kiddi

Hestar já. Hmm. Gæti hugsanlega unnið rollur í langhlaupi þó maður eigi varla í þær á sprettinum. Gæti samt trúað að það sé gaman að hlaupa á þessum slóðum.

Kiddi, 10.4.2006 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband