19.2.2008 | 15:04
Plastpokar
Í hádegishittingi félags umhverfisfræðinga nú í dag barst talið að umbúðum og þeim valkostum sem neytendum er boðið uppá í því sambandi. T.d. þykja umbúðir untanum kjötvöru oft býsna fyrirferðarmiklar og lítt umhverfisvænar. Örlítil hakksletta í u.þ.b. hálfs fermetra plastbakka.
Til fróðleiks er það látið fylgja með hér að skv. frétt í NY Times þá ætlar Whole Foods keðjan að banna plastpoka í sínum búðum. Þetta finnst mér nokkuð flott enda nota ég hvert tækifæri til að fara með margnota Bónuspokana mína í Nettó til að versla. Pappírspokum er ég lítið hrifinn af, einkum í ljósi þess að rigning hér á landi lemur þá svoleiðis í sundur að innihaldið er löngu hrunið í götuna áður en ég kemst í húsaskjól. Svo er ekki laust við að pappírspokar kosta talsverða orku í framleiðslu. Margnota pokar eru tvímælalaust æskilegasta lausnin í þessu máli en Whole Foods ætla auk margnota poka að bjóða upp á endurunna pappírspoka. Erfiðast er að muna eftir að taka margnota poka með og hafa við hendina við þau fjölmörgu tækifæri sem innkaup fara fram.
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.