Of mikið lesefni

Þegar ég tók upp 24 stundir við innganginn í strætó í morgunn grunaði mig að eitthvað slæmt væri í aðsigi. Blaðið var óvenju þungt og efnismikið. Hingað til hefur þetta létta blað passað mér á leiðinni í vinnuna til að lesa allt það sem skiptir máli, hæfilega vandlega. Ég les oftast blöðin aftanfrá vegna einhverrar bæklunar í flettiputtunum, sem er afar ópraktískt því þá á ég eftir allar "main headlines" fréttir þegar ég er nánast kominn í vinnuna. En eins og áður segir þá hefur blaðið oftast passað. Til upprifjunar skal það tekið fram að ég er u.þ.b. hálftíma á leiðinni í vinnuna með strætó. Ég hef þó lagt til breytingar á leiðinni sem gætu sparað mér 8 mín í ferð en er ekki sannfærður um að hlustað verði á mig. En allavega, þegar ég hafði flett u.þ.b. 6 sinnum þá breyttist áferð blaðsins og fljótlega kom í ljós að ég var byrjaður að lesa Bændablaðið. Fyrir þá sem þekkja mig þá er ég forfallinn aðdáandi Bændablaðsins og les það við hvert tækifæri, á biðstofum, opinberum stofnunum og heima í Tungu. Bændablaðið er engin léttavara óg þar reyndist vera ýmislegt sem mig fýsti að lesa en þegar vagninn beygði inn í Borgartún var ég víðs fjarri því að vera kominn í gegnum alla þessa lesningu. Aukablað af þessu tagi inn í 24 stundum er bara of mikið í hefðbundna strætóferð. En ég verð að viðurkenna að Bændablaðið var skemmtilegt tvist á þessari annars tilbreytingarlitlu leið með strætó.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband