Mikið rætt um landbúnað

Það er gleðilegt hversu mikil umræða er um landbúnað á Íslandi þessa dagana. Fæðuöryggi, hækkun matvælaverðs, verðmæti landbúnaðarlands, markmið opinbers stuðnings við landbúnað o.s.frv. Þetta er afar holl umræða, ekki bara bændum heldur öllum Íslendingum.

Nokkur atriði:

  • Hér á landi verður landbúnaður seint samkeppnishæfur í verði við landbúnað í öðrum löndum.
  • Staða Íslendinga getur orðið slæm skerðist samgöngur og flutningar til landsins.
  • Úrval innlendrar landbúnaðarframleiðslu er fremur fábreytt og ber að hafa það í huga að framleiðsla á mjólk, kjúklingum og svínakjöti byggir að talsvert miklu leyti á innfluttum fóðurvörum.
  • Hinn hluti fóðurframleiðslunnar á Íslandi byggir að stórum hluta á innfluttum áburði.
  • Íslendingar eru því fjarri því að vera sjálfum sér nægir um fæðuframleiðslu.
  • Íslenskur jarðvegur, jarðhiti og sólin mynda því grunninn að íslenskum landbúnaði auk þekkingar.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að breyta þurfi stuðningi við íslenskan landbúnað. Það byggir ekki á því að matvælaverð er alltof hátt hér á landi heldur tel ég íslenska bændur vannýtta sem auðlind. Með því að binda meginhluta stuðnings við tvær framleiðslugreinar þ.e. kindakjöt og kúamjólk er settur hemill á nýsköpun í þessari atvinnugrein. Hvernig sem það er útfært þá tel ég að ef bændur eiga að njóta stuðnings fyrir eitthvað þá er það að halda íslensku landbúnaðarlandi við, rækta það og búa eitthvað til, fæðu eða klæði, einhver verðmæti. Ekki endilega kúamjólk eða kindakjöt. Ég þekki rökin gegn þessum breytingum, að eftirlit með þessu sé dýrt miðað við núverandi kerfi. Það má vel vera en það þarf líka að hafa í huga hver markmið núverandi styrkjakerfis er og hvernig okkur er að takast að ná þeim markmiðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband