Heilsugæsla á Alþingi og smá diet

Ég verð að segja það eins og er að mér finnst undarlegt að þingmenn finni sig knúna til að flytja tillögu til þingsályktunar um að ráðherra hefji undirbúning að setningu reglna um hámarksmagn transfitusýra í matvælum sbr. þetta. Það er löngu ljóst að magn þessara skaðlegu fitusýra í mörgum tegundum matvæla hér á landi, innfluttum sem innlendum, er mjög hátt og þjóð sem glímir við háan kostnað vegna heilbrigðiskerfis á að nota þau tækifæri sem gefast til að taka á svona einföldum atriðum. Af hverju í ósköpunum þarf Alþingi Íslendinga að eyða tíma í svona lagað þegar þetta er bara spurning um einfalda ákvörðun í viðkomandi ráðuneyti. Aðrar þjóðir hafa lagt í alla þá rannsóknavinnu sem þarf að inna af hendi og hana er sennilega hægt að taka nánast óbreytta upp hér á landi. Þetta er mál sem m.a.s. ég hef bloggað um hvað lengst. Gott og vel, það er ágætt að vekja athygli á málinu en hvar er þá t.d. Lýðheilsustöð ef við viljum miðstýrða umræðu?

Svo get ég ekki látið hjá líða að setja inn tengil á þessa mjög svo ógeðfelldu umfjöllun um sætuefnið aspartam, sem ku vera æði algengt í s.k. diet gosdrykkjum og fleiri meinhollum fæðutegundum. Þarna er um að ræða ómannúðlega tilraun á rottum sem fengu mismikið af sætuefni til neyslu. Niðurstöðurnar eru ekki uppörvandi og er ástæða til að velta fyrir sér hvort við mannfólk erum ekki álíka tilraunadýr mjög svo metnaðarfullra fyrirtækja sem markaðssetja "hollustuvörur" af ýmsu tagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband