Lífræn ræktun og fæðuöryggi

Þetta er svolítið skemmtileg klemma. Af því að áburðarverð hækkar þá gæti verið möguleiki á að auka stuðning við búskap þar sem ekki er notaður tilbúinn áburður til fæðuframleiðslu. En að sama skapi, sé komið til móts við búskap þar sem notaður er tilbúinn áburður þá er jafnframt unnið gegn lífrænum búskap. Hmm...

Nokkrir þrautseigir bændur á Íslandi hafa komist áfram í lífrænni ræktun. Hjá þeim er ótrúlega verðmætur reynslu- og þekkingarbrunnur um aðferðir við ræktun, fóðuröflun og umhirðu. M.a.s. markaðssetningu, því þeir hafa þurft að vinna málið alla leið. Forystumenn íslensks landbúnaðar hafa alltaf verið mjög hræddir við þessa lífrænu stefnu og talið hana vinna gegn hinu heilbrigða framleiðnihugtaki í landbúnaði. Að lífrænn landbúnaður gæti aldrei orðið "mainstream". Sem er kannski rétt. Ef það er hins vegar rétt að lífræn ræktun sé vel möguleg hér á landi þá ættu forystumenn í landbúnaði að hunskast til að rækta þann mannauð og þá þekkingu sem býr í þeim sem hafa þraukað í gegnum síðustu áratugi með lífræna ræktun sem lifibrauð.

En af því að sífellt er klifað á fæðuöryggi varðandi núverandi landbúnaðarstefnu þá skal haft í huga að núverandi fæðuöryggi byggir á innfluttum áburði og innfluttu korni.

Ég hef verslað lífrænt ræktaðar vörur hér á landi um nokkurt skeið, einkum í gegnum græna hlekkinn. Þar má versla íslenskt grænmeti, ávexti sem sumir eru fluttir langar leiðir aðrir skemmri, íslenskt og erlent kornmeti og margt fleira. Dýrt að sjálfsögðu en góð matvara er dýrmæt.


mbl.is Lífræn ræktun skynsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband