12.4.2006 | 11:51
Villtur, súkkulaði og sætindi
Það kemur sér stundum vel að vita að sólin gefur vísbendingu um áttir. Hljóp talsvert í austur í morgun, í átt til Lundúnaborgar. Beygði svo dálítið til vinstri eða í norður. Lítið um stíga og stundum ekki gangstéttir. Þeir stígar sem ég fann lágu allir upp. Aðrir lágu í hringi. Eftir nokkra stund fannst mér kominn tími til að hafa sólina í bakið og halda í vestur. Þetta hafði það í för með sér að nú lá leiðin niðurávið og brátt kom ég á kunnuglegar slóðir. Vatnið framundan og götur með kunnuglegum nöfnum, jafnvel á ensku. Þetta er ágætis leið til kynnast hverfum borgarinnar, reyna að kortleggja leiðina í huganum áður en haldið er af stað, spila svo eftir eyranu eftir aðstæðum, hlaupa til baka út úr blindgötum, hoppa yfir hundaskítinn, horfa í rétta átt þegar farið er yfir götu og loks að fylgjast með tímanum svo prógrammið fari ekki í einhverja vitleysu. Annars eru gömul fótboltameiðsli farin að gera vart við sig en best að bíða og sjá hvort þau hverfi ekki með hlýnandi veðri.
Hér er mikið framboð af súkkulaðieggjum hverskonar. Mikið ber á Cadburys. Þau eru yfirleitt pökkuð inn í litaðan pappír svo súkkulaðið sést ekki, sem er synd. Eftir síðustu súkkulaðisendingu að heiman þá langar mann ekkert í Cadburys, sem þó var orðið ágætt. Svo gæti verið stutt í næstu sendingu.
Það hefur vakið athygli mína hversu sætindum er haldið að börnum á opinberum stöðum hér í landi, s.s. í skólum. Í mötuneytinu í grunnskólanum, sem að flestu leyti virðist nokkuð gott, þá fá þau eftirmat, köku, jelly eða jógúrt. Alltaf sykurkrem á kökunum. Svo, ef tilefni er til, þá fá þau gjarnan einhvern glaðning með heim t.d. köku eða eins og á síðasta kennsludag fyrir páska, súkkulaði. Þetta er ekki yfirþyrmandi en hver er hvatinn? Ég er með þá kenningu um þá áráttu okkar fullorðinna að gefa börnum sætindi, að okkur þykir það gott sjálfum og því verði börnin að njóta þess líka. Þau hins vegar þurfa þetta ekki og sakna þess ekkert á meðan þau ekki þekkja það.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:13 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú, alltaf gott að fara út að hlaupa ;) En vel skrifað blogg hjá þér, þú ert alltaf á vinsældalistanum á mbl.is ;) Við heyrumst :)
Börkur Smári Kristinsson, 12.4.2006 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.