30.10.2006 | 09:21
Bakfærslur og tjón
Verð að hrósa VISA Ísland fyrir bara ágæta þjónustu. Á kreditkortið mitt voru komnar 7 færslur upp á alls um 27 þús. kr. á 10 daga tímabili, sem ég nb kannaðist ekki við. Ég lét loka kortinu og eftir fjóra daga var búið að bakfæra allar þessar færslur. Það var nú meira en ég bjóst við. Þeir mættu hins vegar bjóða manni uppá að senda tölvupóst vegna yfirlits yfir færslur sem maður kannast ekki við, á heimasíðunni hjá sér. Það er ekki rétta öldin til að ætlast til að maður faxi svona skjöl.
Annars er þungbúið hér í Cardiff þennan morguninn, þoka en hlýtt. Hins vegar spáir kólnandi og þeir segja veturinn á leiðinni. Kannski ég þurfi að setja á nagla.
Ég lenti í tjóni í morgun. Var nýbúinn að kaupa mér lugt á hjólið og ætlaði að kveikja á henni í þokunni. Það tókst hins vegar ekki betur til en svo að hún datt af og áður en ég náði til hennar þá keyrðu yfir hana um 10 bílar. Þetta var talsvert tjón því um góða lugt var að ræða, sem jafnframt mátti nota sem vasaljós. Þetta mun kosta einhver fjárútlát því ljós á hjóli er sjálfsagður öryggisbúnaður á þessum árstíma.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:32 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.