Lífræn súpa og eplið

Eldaði hreint ágæta súpu í hádeginu. Allífrænt vottað hráefni, laukur, karrí, "butternut squash" Butternut squashog epli. Öllu sullað í pott og velt vel uppúr smjöri, síðan smá hveiti samanvið og þá kjúklingasoð. Soðið í hálftíma, maukað í mixer og svo hitað aftur en ekki soðið + örlítill rjómi. Þetta er hreint ljúffengt og kraftmikið. 

Nú er tími squash og pumpkin, allskyns útgáfur á boðstólnum.

Næst er að baka graskersböku "from scratch". Graskerið komið í hús.

Ég á enn eftir að segja frá eplinu sem tengdamamma kom með hingað frá Íslandi fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Eplið mun vera frá Chile og einhverra hluta vegna var það aldrei étið. Nú er það orðið að lauslegri athugun á mögulegum geymslutíma þessa annars holla og góða ávaxtar. Það sér nefnilega afar lítið á þessu tiltekna epli eftir þennan tíma þó svo það hafi verið geymt við stofuhita. En epli er sá ávöxtur sem best hefur tekist að tryggja stöðugt framboð á allar árstíðir, allsstaðar í heiminum með stöðugri þróun í geymsluaðferðum. Epli geta því verið æði gömul þegar þau eru loksins étin. En það munu koma frekari fréttir síðar af þessu merkilega epli frá Suður Ameríku.

En að veðrinu, það er stillt og bjart eins og meginlandsvetur og ekki meira um það að segja. Útlit fyrir það sama næstu daga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Og þá langar mig að vita; hvernig fer fyrir vítamínum og öðru í þessum mat þegar hann er geymdur lengi? Eða grænmeti sem er soðið í kannski hálftíma? Ég er búin að leita og leita að rannsóknum á t.d. hvaða efni eru í nýtíndum ávexti vs viku/mánaðar gömlum ávexti og ekki enn búin að finna neitt nógu nákvæmt fyrir minn smekk. Það vill kannski enginn gera svona rannsóknir??

gerður rósa gunnarsdóttir, 3.11.2006 kl. 18:14

2 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Og svo færðu súpu í kaupbæti:
Sjóða fyrst heilan poka af linsubaunum til að eiga tilbúinn í skömmtum í frysti næsta mánuðinn. Tekur 1-2 klst.
Síðan:
Fullt af olífuolíu (bara þá allraallrabestu og líklega dýrustu) í pott
Brytja svo útí á meðan hitnar: lauk (mikið lítið whatever), smávegis gulrót (í þunnum bitum), og skella svo tilbúnum linsubaunum (mikið lítið whatever) í lokin (eða fyrst, bíttar ekki öllu).
Um leið og það er búið er sullað yfir slatta af tómatmauki, eða tómötum ... bara eitthvað tómat (mikið lítið whatever)
- bæta vatni í eða ekki eins og manni sýnist
Því miður þarf að salta þetta slatta (útaf tómötunum)
sjóða í 1-5 mínútur
Kreista fullt af sítrónu yfir þarna einhverntímann á leiðinni, sumir segja síðast
Bíða svo aðeins á meðan kólnar (eða blása)
Og þá er komin hin ótrúlega góða vetrarsúpa!
Þetta tekur ekki nema 10 mínútur

Og svo þegar maður er orðinn leiður á þessari útgáfu þá setur maður öðruvísi baunir, hendir lárviðarlaufi útí (ég myndi reyndar mæla með því alltaf), eða basilikum, kannski ekki óreganó, sullar nokkrum dropum af balsamic-vinegar út í, skiptir baunum jafnvel út fyrir eggaldin skorið í teninga ... já.
En einhvernveginn endar maður alltaf í þessari upprunalegu; hún er best.
... og by the way: þetta er alveg ótrúlega ódýrt, mig minnir að ég hafi reiknað út að máltíðin kostaði 30 cent MEÐ grænu salati OG brauði ;)

gerður rósa gunnarsdóttir, 3.11.2006 kl. 18:40

3 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Afsakið einu sinni enn. Þetta var víst svolítið sjálfmiðað hjá mér; HÉRNA kostar þetta 30 cent, en ég held að allt í þessu sé með því ódýrasta sem hægt er að fá hvar sem er í hinum vestræna heimi, þó það sé reyndar ekki aðalmálið; þetta er bara góð súpa!

gerður rósa gunnarsdóttir, 3.11.2006 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjössablogg

Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.

Höfundur

Björn Barkarson
Björn Barkarson
Vel kvæntur þriggja barna faðir í Kópavoginum.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_5793
  • Moska í Marrakech
  • Forvitnar ungar snótir
  • Öllum heilsað með handabandi
  • Fé á beit?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 24346

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband