6.5.2008 | 13:19
Vorboðar í Miðfirðinum
Skruppum í sveitina um helgina sem þykir ekki í frásögur færandi nema að nokkuð er nú um liðið síðan síðast. Það er ekki að spyrja að því á þessum tíma að fuglar setja hvað mestan svip á íslenska náttúru á þessum tíma árs. Karlfuglar uppfullir af hormónum sem knýja þá til allskyns æfinga til að ganga í augu kvenkynsins. Fyrir norðan kvað mest að heiðagæs, hrossagauki, stelki, skógarþresti og heiðlóu. Svo sá ég einn lítinn steindepil, sem er nú ekki mjög algengur á þessu svæði. En þessi kynþrungna spenna er engu lík og maímánuður er frábær til að njóta íslenskrar náttúru. Persónulega fannst mér aðeins of kuldalegt fyrir blessaða fuglana en þessi losti heldur vafalítið á þeim hita.
Um bloggið
Bjössablogg
Eingöngu færslur þegar höfundi liggur eitthvað á hjarta og langar til að létta af sér þeirri byrði.
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.