14.4.2006 | 12:37
Hafa munninn lokaðan, heilsusamlegt og fasta
Það er vissara að hafa munninn lokaðan sé hlaupið um hér í Cardiff þessa dagana, allskyns flugkvikindi á sveimi sem eiga vísan aðgang uppí hlaupandi mann gæti hann ekki að sér. Þetta er sjálfsagt bara byrjunin.
Ég hef verið svolítið hugsi síðustu daga varðandi matvælin sem við erum að kaupa. Gerði þá vitleysu að lesa grein í nýju tímariti hér í borg, Kidscome1st, þar sem fjallað er um lífrænt ræktuð matvæli. Mjög öfgalaus grein og læsileg en vakti upp draug sem hefur lengi blundað í mér, hvaða aðferðum er eiginlega verið að beita við að búa til matvælin sem við borðum dags daglega. Það er ekki ofsögum sagt að hver uppskera af grænmeti og ávöxtum fær nokkra skammta af illgresiseyðum og skordýreitri. Börnin okkar eru móttækilegust fyrir þessum óþverra og við látum okkur nægja að skola hráefnið í vatni. Það er margt um þetta ritað og enn fleiri skoðanir en ég er þess fullviss að margt á eftir að koma í ljós varðandi hollustu eða óhollustu þeirra matvæla sem við erum almennt að innbyrða. Þessi hugsun leitar ekki eins á mig þegar ég er heima á klakanum en rumskar í hvert sinn sem ég kem til útlanda. Kynntist þessu vel í Danmörku veturinn 94-95.
Við erum því að velta fyrir okkur að breyta innkaupunum talsvert yfir í lífrænt ræktaðar vörur, a.m.k. til prufu, einkum grænmeti og ávexti. Djúsið mitt verður örugglega mikið betra með þessu eiturslausa hráefni.
Fastan er á enda í kvöld og þá verður aftur við hæfi að borða lambakjöt, enda er víst læri á leiðinni. Ekki vita allir hvað fastan er nátengd sauðburði en það þótti heldur heimskulegt að éta sauðfé skömmu áður en ær voru komnar að burði og því var það litið hornauga og síðan bannað, eða gert að trúarlegu atriði. Sauðkindin hefur því enn gríðarleg ítök í líf okkar mannanna.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:42 | Facebook
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mæli með að þú finnir þátt sem sýndur var á BBC held ég og heitir Supermarket Secrets. Fór mjög djúpt í það hvernig matvæli eru framleidd í Bretlandi fyrir stórmarkaðina. ojjjj..... ekki skemmtilegt það.
kk
Ásgeir
Ásgeir Ásgeirsson (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.