10.6.2008 | 08:55
Margþætt áhrif
Þessi breyting á olíuverði gæti haft varanleg áhrif á verðmætamat í okkar neyslusamfélagi. Það að þeysa á milli staða með litlum tilkostnaði, verður ekki eins sjálfsagt. Stórir og þungir bílar verða ekki eins vinsælir. Dregið gæti úr ferðum um hálendið. Forgangsröðun ferða verður önnur. Kannski minnka skreppin.
Ég hef sjálfsagt svipaðar áhyggjur af þessari hækkun og aðrir og geri mér grein fyrir að þetta er afar erfitt í atvinnurekstri, fyrir verktaka, bændur og aðra atvinnurekendur. En almennt talað er ég þeirrar skoðunar að það sé tímabært fyrir okkur að hugsa málin upp á nýtt. Í raun má búast við að hækkanir á olíuverði geti verið góðar fyrir fjölskyldulíf. Fólk er minna á ferðinni, e.t.v. meira saman. Einnig gæti þetta verið gott fyrir lýðheilsu. NOta hjólið í stað bílsins, labba, hlaupa o.s.frv. En áhrif á hagvöxt verða sjálfsagt heldur neikvæð. En hvað segir hann okkur svo sem.
Dregur úr bílaumferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Bjössablogg
Tenglar
Mínir nánustu
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 24346
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.